Í þætti vikunnar ræðir Hismið kaup Ragnars Þórs á gulum vestum í anda Parísarmótmælanna og hvernig það muni fara í meðal Íslendinginn sem hefur haft það gott undanfarin ár, unnið mikið í að vera besta útgáfan af sjálfum sér og finnst flestallt sem gerist vera "geggjað" ef verkföll og skærur fara að verða daglegt brauð. Farið er yfir barnabækur og hvort þörf sé á því að uppfæra þær með hliðsjón af nýjum tímum þannig að börn kynnist því strax að leita til lögmanna og almannatengla og einnig hver sé baksaga pabba Einars Áskels. Loks er farið yfir vefsíðuna opnirreikningar.is sem veitir innsýn í mikinn realisma opinberra stofnana þar sem Ávaxtabíllinn er í áskrift og húsgögn eru keypt í stórum stíl.