Í Hismi vikunnar fá þeir Árni og Grétar til sín útvarpskonu Íslands, Björgu Magnúsdóttur, og ræða braggamálið mikla, framúrkeyrslu í framkvæmdum og hvort hið opinbera þurfi ekki að fara að ráða menn sem standa yfir iðnaðarmönnum í verkefnum. Þá ræða þau lífstílsbreytingu Sigmundar Davíðs og Árna, hófsama sjóðstjórann í Nevada og verðlaun í atvinnulífinu.