Listen

Description

Gestur Hismisins þessa vikuna er límið í ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitastjórnaráðherra, en hann tók á móti pjökkunum á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og fór yfir sviðið með okkur. Hvernig körfuboltamaður er Sigurður Ingi? Hvernig var að fara í opinbera heimsókn til Obama og Biden? Hvernig byrjaði hann í pólitík? Hvernig var að labba niður stigann með Bjarna í kjölfarið á Höskuldi Þórhallssyni eftir myndun ríkisstjórnar? Hvar eru bestu pizzurnar í sveitinni? Sigurður rifjar upp þegar reynt var að koma saman vinstristjórn eftir síðustu kosningar með sítengda Pírata og rifjar upp uppgjörið við Sigmund Davíð og hvernig Miðflokkurinn hefur þróast.