Þátturinn er í boði World Class! Thelma er sálfræðingur á Ráðgjafa og greiningarstöð, er sjálfstætt starfandi og vinnur einnig í félagsmiðstöð fyrir einhverfa unglinga á vegum Einhverfusamtakanna. Í þættinum ræðum við um einkenni einhverfu, svörum spurningum ykkar um einhverfu og förum yfir verkfæri fyrir fólk á einhverfurófinu.