Þátturinn er í boði World Class! Tinna er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum útskýrir hún almenna kvíðaröskun, persónueinkenni og næmisþætti þeirra sem þróa með sér röskunina, hvað sé eðlilegt magn af áhyggjum, öryggishegðun og ákvarðanartöku hjá þeim sem eru með röskunina og gefur verkfæri til að byrja á að takast á við vandann.