Listen

Description

Aníta þarf nauðsynlega að komast út úr húsi í langþráð mömmufrí, en þá helst með ólíku móti en þar sem frá var horfið í þættinum áður.

Gústi og Fríða standa frammi fyrir dularfullu máli sem er mögulega of persónulegt fyrir suma innan lögreglustöðvarinnar.

Jonna er þó ekki lengi að dragast inn í nýjan vinahring þar sem örlög Salómons hafa verið mikið í brenndepli. Hvert það leiðir gæti haft í för með sér yfirnáttúrulega dularfullar afleiðingar.

Baldvin er fjarri gamninu góða að sinni* og tekur þá Tómas á móti leikstjóra þáttarins, Erlendi Sveinssyni. Hann er með eldmóðinn mættur til að ræða sína nálgun á atburði Glerársanda, áskoranir innan sögunnar og vissulega nokkur leynibrögð á bakvið tjöldin. Og jú, smá kvikmyndadellu líka...

Efnisyfirlit:

00:00 - Erlendur og innblásturinn

03:00 - Aðkoma í teymið

06:30 - Glæpavettvangur sviðssettur

10:31 - Stóra áskorunin við þátt tvö

12:20 - Einangrun Anítu og Bjarni Snæbjörnsson

16:21 - Kría á setti

18:50 - Félagslegt tengslanet unglings

20:55 - Listin að fanga hið óvænta

22:04 - Vinnuhittingur eða djamm?

25:25 - Hvað með Gabríel?

29:20 - Abstraktismi á Glerársöndum 

32:10 - Krakkarnir komnir í andaglas

36:06 - Hugað að lögguhlutanum

38:08 - Draugabanar og eldgos

39:30 - Tengipunktar Anítu og Tómasar

41:50 - Hlaðinn koss í bíl

47:13 - Höfnun og táknmyndir

48:48 - *...eða hvað?