Helgi Jean Claessen, hlaðvarpskóngur, lífsstílsþjálfi og rekstrarmaður, rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar árið 2023. Síðasta ár fór í að vinna sig í gegnum krísuna og kom hann út úr henni sterkari en nokkurn tíma áður. Hann aðstoðar nú aðra sem eru að ganga í gegnum erfiðleika, en hann tekur að sér lífsstílsþjálfun fyrir hópa, auk þess að vera annar umsjónarmaður vinsæla hlaðvarpsins Hæhæ – Ævintýri Helga og Hjálmars.