Melkorka Torfadóttir er hársnyrtir, móðir og afrekskona í fitness sem hefur lagt mikla vinnu í að komast á þann stað þar sem hún er í dag. Hún náði að losa sig úr ofbeldissambandi og vann úr þeirri erfiðu reynslu með hjálp Bjarkarhlíðar, Stígamóta og Kvennaathvarfsins og segir sögu sína til að vekja athygli á mikilvægi þess að þolendur fái hjálp eftir að hafa komist undan ofbeldismanni sínum.