Fjölmiðlakonan og laganeminn Nína Richter var afburðanemandi í grunnskóla og ætlaði sér að verða lögfræðingur. En að vera í námi og borga leigu á sama tíma reyndist of erfitt og hún hætti í framhaldsskóla. Eftir að systir hennar lést úr krabbameini var hún týnd og fann enga fótfestu í lífinu í nokkur ár. Hún flutti um tíma til Spánar, kom síðan heim og byrjaði í kokkanámi, kláraði handritagerð og leikstjórann við Kvikmyndaskólann og var loksins byrjuð að finna sig. Metnaðinn hefur Nínu aldrei skort, stundum með aðeins of mikinn metnað en hún hefur alltaf fundist hún þurfa að sanna sig. Sjálfsmyndin sködduð eftir einelti í æsku en krakkar útsettu hana því hún fæddist með skarð í vör.
Árið 2019 var Nína komin á endastöð, búin að keyra sig í kaf í vinnu og var komin með lífshættulega blóðeitrun. Þá fékk hún vakningu að eitthvað þyrfti hún að gera öðruvísi. Spólum nokkur ár fram í tímann og nú er Nína í lögfræði við HR og náði svo góðum árangri síðustu önn að hún komst á forsetalistann.
Nína ræðir allt þetta og svo margt meira í nýjasta þætti af Fókus.
Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir