Listen

Description

Ragga Holm ólst upp á ástríku heimili en þekkti aldrei blóðmóður sína. Þegar Ragga var 23-24 ára fékk hún vinabeiðni frá henni, en ákvað að samþykkja hana ekki. Nokkrum vikum síðar dó blóðmóðir hennar og var í fyrstu talið að hún hafi verið myrt. Það kom síðar í ljós að þetta hafi verið slys. Málið vakti mikla athygli og segir Ragga það hafa verið áfall að vera í búð og sjá mynd af móður sinni á forsíðu dagblaða. 

Nokkrum árum síðar ákvað Ragga að fara í áfengismeðferð en það var hrottaleg líkamsárás sem hún segir hafa markað ákveðinn vendipunkt í hennar lífi. Það var annað hvort að fara upp eða niður og hún hafi ákveðið upp.