Listen

Description

Styrktarþjálfarinn Rakel Hlynsdóttir lenti á vegg árið 2018. Hún var með mikið þunglyndi og kvíða en engum hefði dottið það í hug. Hún faldi sjúkdóminn vel og barðist við hann í hljóði. Það kom síðan tímapunktur þar sem hún varð að leita sér hjálpar því lífsviljinn var að hverfa en innst inni vissi hún að hana langaði að lifa. Rakel hefur alla tíð verið með mikið keppnisskap sem hefur meðal annars skilað henni góðum árangri í handbolta og ólympískum lyftingum. Þarna fann hún fyrir keppnisskapinu taka yfir, nú var keppnin að lifa og hún var ákveðin að sigra.

Rakel lauk endurhæfingu fyrir nokkrum mánuðum og lítur björtum augum fram á veginn. Hún ræðir um allt þetta og svo margt fleira í þættinum.