Listen

Description

Þriðji og síðasti Drake þáttur Skoðanabræðra og sá epískasti hingað til. Farið yfir hinn skeggjaða stóra kanadíska frá 2016 til nútímans. Vonbrigði í kjölfar Views, grasreykingar og áfengisdrykkja Snorra og Bergþórs á Drake tónleikum í London 2017, More Life slappleikinn, beefið við Kanye og Pusha T, góðu versin, góðu lögin, lélegu plöturnar, sigrarnir stóru 2018, Euphoria og Top Boy 2019, viðbjóðurinn af lagi sem Toosie Slide er, Dark Lane Demo Tapes, DJ Khaled, Lil Durk, Certified Lover Boy og svo er barnagirnd mannsins sem búið er að framleiða þrjá heila þætti um rædd í lokin.