Listen

Description

Fleiri Norðurlandaþættir koma á Patreon – sá fyrsti er frír í heild sinni. Googla: Patreon Skoðanabræður og fáðu aðgang að endalaust að efni fyrir 634 krónur.

Noregur!

Kæra bræðralag: Vorgjöf Skoðanabræðra er þessi sérstaki þáttur um Noreg, þar sem heyrast skoðanir fjögurra álitsgjafa á þessu sérstaka landi, sem er auðvitað upprunastaður okkar Íslendinga, a.m.k. að svo miklu leyti sem aðrir staðir eru það ekki.

Menning, efnahagur, pólitík í Noregi - og hreinræktaður ömurleiki tilverunnar í mynd elliheimilismáltíða sem samanstanda af bæði kjötbollum og fiski – þessu eru hér öllu gerð fullkomin skil í samtali við fjóra sannkallaða Noregskonunga.

Hlustið bara á þetta frá A til Å (síðasti stafur norska stafrófsins). Og ef þið villist um í hverfinu hérna, eru tímasetningar einstakra viðtala eftirfarandi:

9. Már Jónsson sagnfræðingur

36. Brynjar Barkarson popptónlistarmaður

51. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður

1:22. Þóra Tómasdóttir blaðamaður