Hlustaðu í fullri lengd á www.patreon.com/skodanabraedur
Danmörk - þriðji þáttur í Norðurlandaseríu Skoðanabræðra. Draumaríki unga fólksins, veisla, hvort sem þú vilt reykja sígarettur og drekka bjór eða vera í CBS og myrða vændiskonur. Nokkrir sérfræðingar varpa ljósi á land og þjóð.
Sindri Jensson kaupmaður fór til Kaupmannahafnar fjórum sinnum á ári áður en faraldurinn skall á og stýrði þar fataverslun á árum áður.
Kári Eldjárn Þorsteinsson er staddur í Danmörku núna og fílar lífið sem kennari: Golf á morgnana og kennsla eftir hádegi. Komið við í Christianiu þegar það á við.
Ísabella Lena var á djamminu í Kaupmannahöfn þegar hún var 19 ára. Það er alvöru stöff.
Már Jónsson sagnfræðingur fjallar um sögu Danmerkur sem lítils nýlenduveldis og auðvitað tengsl hennar við það gráa lúsuga Ísland.