Það er óhætt að segja að boltinn rúlli víða í nýjasta þætti Hluthafaspjalls ritstjóranna og ræða þeir félagar Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson um félögin í Kauphöllinni og viðskiptalífið almennt af hispursleysi og á mannamáli. Stóraukinn hagnaður bankanna; enski boltinn hjá Sýn; dans og tilhugalíf Arion og Kviku á bankaballinu; Alvotech og tollar Trumps; væntingar með JP Marel, horfurnar hjá Play, hagvöxtur og ríkisfjármálin, Ísland og norræna vinnumarkaðsmódelið og sitthvað fleira fellur til. Líflegur þáttur að venju.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/