Listen

Description

Bæði Kvika og Arion hafa skilað góðum uppgjörum undanfarið og skilja má yfirlýsingar forráðamanna bankanna að þeir séu komnir af stað í samrunaviðræðunum. Hver mun stýra hraðanum, bankarnir eða Samkeppniseftirlitið? Gert er ráð fyrir að sam­runa­ferli Arion banka og Kviku taki að minnsta kosti 9–12 mánuði. Í frétt Kviku segir að unnið sé hörðum höndum að áreiðan­leikakönnun og undir­búningi for­viðræðna við Sam­keppnis­eftir­litið með það að mark­miði að stað­festa raun­hæfi verk­efnisins og greina hug­san­legar hindranir snemma í ferlinu. Allt veltur á því hve þröngt þessi markaður verður skilgreindur en líklega munu næstu mánuðir mótast af fréttum af þessum sameiningarviðræðum.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/