Listen

Description

Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur er gestur Hluthafaspjalls ritstjóranna að þessu sinni. Þorsteinn, sem bæði lærði og starfaði í Bandaríkjunum, þekkir bandarískt hagkerfi og efnahagslíf öðrum betur. Margir hafa varað við því að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn sé í bóluástandi og að veruleg hætta sé á eignaverðsfalli. Þorsteinn tengir þróunina við vaxandi launa- og framleiðnibil, þ.e. að vöxtur raunlauna haldi ekki í við vöxt framleiðni, en það hefur aukið hagnað fyrirtækja og með því ýtt undir eignaverðs- og skuldabólur. Þótt slíkt grundvallarójafnvægi sé minna hér á landi má engu að síður greina skýr áhrif þróunarinnar vestra á íslenskt fjármála- og efnahagslíf. Eina spurningin nú er hvort geta forseta Trump til að lækka vexti, laða að 17 billjónir dollara í beinar erlendar fjárfestingar (FDI) til Bandaríkjanna, auka iðnframleiðslu og raunlaun í landinu með tollavernd, sem allt ætti að leiða til meiri hagvaxtar og lægra skuldahlutfalls á næstu 7 til 10 árum, dugi til að koma í veg fyrir slíkt hrun.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/