Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hér fer hann yfir atburðarás undanfarinna vikna í heimi rafmynta, en Bitcoin náði nú í gær hæstu hæðum á ný. Aðaldrifkraftur þessara hækkana er gríðarlegt innflæði svokallaðra kauphallarsjóða á Wall Street, með eignastýringarfélagið Blackrock fremst í flokki. Sjóðirnir hafa keypt Bitcoin samfellt í tæpa 40 daga fyrir vægast sagt sláandi fjárhæðir. En þá er spurningin, er Bitcoin búið að ná hámarki eða er þetta bara upphafið að því sem koma skal?
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/