Umfjöllunarefnið í þessum fyrsta þætti af Taktíkinni er meistaraflokkur KA í knattspyrnu.
Srdjan Tufegdzic, Húsavíkurbræður Hrannar Björn og Hallgrímur Mar og Schiöttararnir Birkir Örn Pétursson og Sindri Már Stefánsson eru gestir Skúla Braga í þættinum
„Að vera þjálfari KA er mín drauma vinna“ - sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari meistaraflokks KA og kom boltanum þar með af stað í fyrsta viðtali í fyrsta þætti af Taktíkinni.
„Ég held að allir heilvita menn sjái það kannski að tæknilega séð er Hallgrímur betri en ég og ég er ekkert feiminn við að segja það.“ sagði Hrannar Björn Bergmann í viðtali með bróður sínum Hallgrími Mar Bergmann. Báðir eru þeir leikmenn meistaraflokks KA í knattspyrnu en uppaldir á Húsavík og eiga það reyndar sameiginlegt með nokkrum öðrum leikmönnum félagsins.
„Mér hefur við ekki fundist fá það credit sem við eigum skilið fyrir öll þessi ferðalög sem við höfum lagt á okkur. þetta hafa verið þúsundir kílómetra á hverju sumri.“ sagði Brikir Örn Pétursson stuðningsmaður KA í knattspyrnu meðal annars. Hann og Sindri Már Stefánsson eru fulltrúar Schiöthara í þættinum.