Umfjöllunarefni þáttarinns að þessu sinni er meistaraflokkur Þórs/KA í knattspyrnu.
Halldór Jón Sigurðsson „Donni“, Arna Sif Arngrímsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru gestir Skúla Braga að þessu sinni
„Keppnisfólk sem er á svona háum standard, sem eru afreksmenn, þær eiga að stefna eins hátt og þær geta. Ég geri það sjálfur. Ég ætla að verða besti þjálfari á Íslandi og tel mig vera ansi langt kominn,“ sagði Donni þjálfari Íslandsmeistaraliðs Þór/KA í kvenna knattspyrnu meðal annars í þættinum.
„Ég var staðráðin í því um leið og ég var búin að taka þessa ákvörðun að fara heim, þær náttúrlega unnu titilinn í fyrra, að ég ætlaði að vinna hann aftur með þeim og við erum bara á góðri leið með það,“ sagði Arna Sif Arngrímsdóttir leikmaður liðsins.
„Ég er alltaf að reyna að segja það við yngri stelpurnar sem eru að fara að ganga uppí 2. flokk að það er hver einasta manneskja velkomin í þennan hóp og það sýnir bara hversu gríðarlega sterkan karakter við erum með,“ sagði Andrea Mist Pálsdóttir í Taktíkinni en ásamt því var komið inná samheldnina í hópnum, samkeppnina um sæti í liðinu og sameiningu liðanna Þór og KA í kvenna boltanum.