Egill Ármann Kristinsson eigandi Training For Warriors Akureyri er gestur kvöldsins hjá Skúla Braga Geirdal í Taktíkinni. Egill hefur nú verið eigandi í 3 ár og það er heldur betur margt sem hefur breyst á þeim tíma síðan að hann tók við.
Liðsheild - hugarfar - samheldni - samskipti og margt fleira
Egill hefur starfað bæði við einkaþjálfun og þjálfun liðs í handbolta- og knattspyrnuþjálfun. Nú sameinar hann þetta tvennt í bráðskemmtilegri hóptímaþjálfun í Training for Warriors.
En hvernig þjálfari er Egill? Út á hvað gengur æfingakerfið í Training for Warriors? Geta allir verið þjálfarar? Hver er Martin Rooney? Þessum og fleiri spurningum ætlum við að svara í þessum þætti.