Siguróli Kristjánsson, eða Moli eins og hann er betur þekktur, hefur ýmsa fjöruna sopið. Moli spilaði fótbolta með Þór Akureyri og á að baki tvo A landsleiki. Síðar hefur hann verið þjálfari og var til dæmis lengi í þjálfarateymi Þór/KA. Moli var í sumar í grasrótarstarfi fyrir KSÍ þar sem hann fór um allt land og setti upp fótboltabúðir fyrir krakkana á staðnum.