Taktíkin - Björgvin Karl Guðmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson sýndi það og sannaði hversu hraustur hann er þegar að hann endaði í þriðja sæti á CrossFit Games á þessu ári. Þrátt fyrir að keppa á þessu stærsta sviði íþróttarinnar þá var hann mættur á Hleðslumótið í CrossFit á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þar voru Skúli Geirdal og Dagný Hulda tökuteymi mætt og gripu Björgvin í viðtal milli æfinga.