Look for any podcast host, guest or anyone

Listen

Description

„Það þarf mistök til að vinna. Það þarf mistök til þess að vinna fótboltaleik eða handboltaleik og það er alveg eins í skák. Sem áhorfandi er maður að fylgjast með þessum mistökum og hvernig brugðist er við þeim.“


Skákmeistarinn Andri Feryr Björgvinsson ræðir hér við Skúla B. Geirdal um skákíþróttina. Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort skák sé íþrótt eða ekki þá er þetta viðtalið sem að þú þarft að hlusta á!


„Þú ferð ekki endilega í ræktina til þess að æfa upphandleggina sérstaklega. Þetta er mikið meira andlegt sport og þessvegna er áherslan mest á að æfa andlegan styrk. Þú þarft samt líka einbeitingu og úthald og þar kemur sér vel að vera í góðu líkamlegu formi.“


Skák er einstaklega taktísk íþrótt sem byggir að stórum hluta á hæfni í  að lesa andstæðinginn og hugsa sína leiki fram í tímann. En það er ekki bara í íþróttum sem að slík hæfni kemur sér vel heldur einnig í lífinu sjálfu.


„Þegar að ég er að tefla þá man ég ekkert eftir símanum. Tíminn bara líður áfram. Ég byrja kannski að tefla klukkan eitt og svo er klukkan allt í einu orðin hálf fjögur en mér líður samt bara eins og ég hafi byrjað fyrir 5 mínútum.“