Listen

Description

„Í dag erum við öll að glíma við þann sameignlega óvin sem veiran er, en ekki hvort annað.“

Hvaða áhrif hefur Covid-19 á starf og rekstur íþróttafélags?

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni.

„Hjá KA höfðum við gert ráð fyrir heildartekjum í mars og apríl uppá 70-75 milljónir og af því eru 47 milljónir í óvissu eða um 65%.“

„Við erum með ákveðna styrktarsamninga í gangi, en munu fyrirtækin geta staðið við þá þegar að á reynir í sumar og næsta haust? Eða erum við að fara að hefja rekstur íþróttafélaga upp á nýtt?“