Listen

Description

„Byggðastefna er ekki lengur fyrirgreiðslupólitík, langt í frá, heldur snýst hún um jöfn tækifæri og aðgengi að grunnþjónustu og atvinnu,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar.

Aðalsteinn var gestur í Landsbyggðum á N4, þar sem meðal annars var talað um byggðastefnu og efnahagsleg viðbrögð við kórónaveirufaraldrinum.

„Þegar svo stórar ákvarðanir eru teknar varðandi stuðning við efnahagslífið er mikilvægt að taka tillit til byggðasjónarmiða. Ef efnahagsreikningar eiga að vera helsti mælikvarðinn í ákvarðanatökum, þá vitum við að mat á eignum getur verið mismunandi, eftir því hvar á landinu eign viðkomandi fyrirtækis er. Þess vegna leggjum við svo mikla áherslu á að byggðasjónarmiðin verði höfð til hliðsjónar.

Það er sem sagt ekki nóg að exelskjölin ráði ferðinni, byggðagleraugun verða að vera uppi.“