„Við erum að upplifa eina dýpstu kreppu frá stofnun lýðveldisins og öll sveitarfélög landsins þurfa að fara í algjöra uppstokkun á næstu tveimur til þremur árum. “ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akreyri. Að óbreyttu verður halli aðalsjóðs bæjarins á þriðja milljarð króna á þessu ári.
Hún var gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4.
Víða er komið við í þættinum, svo sem viðbrögð við áhrifum vegna heimsfaraldursins, skipulagsmál, öldrunarþjónustu og fleira.