„Auðvitað ríkir samkeppni um kúnnana, en skilningur varðandi samvinnu er að aukast“
„Á Norðurlandi eystra eru um fjögurhundruð fyrirtæki í ferðaþjónustu, en þau eru flest mjög lítil. Við erum með marga frábæra segla sem draga til sín ferðamenn,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Kastljósinu var beint að þessari ört vaxandi atvinnugrein í Landsbyggðum á N4.
„Já, já, ferðaþjónustan skapar fjölda starfa. Ferðaþjónustan hefur auk þess aukið lífsgæði heimafólks,“ segir Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
„Það hafa verið lagðir umtalsverðir fjármunir í uppbyggingu vinsælla ferðamannastaða, þó þarf víða að taka til hendinni,“ segir Halldór Arinbjarnarson hjá Ferðamálastofu.