„Það eru blikur á lofti varðandi fjármögnun björgunarsveita landsins. Við þurfum því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði sveitanna, verði breytingar á flugeldasölu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í Landsbyggðum á N4.
Víða er komið við í viðtalinu, meðal annars uppbyggingu mikilvægra innviða, svo sem raforku, fjarskipti, starfsemi ríkisstofnana og málefni sveitarfélaganna. Katrín segir vera hlynnt því að sveitarfélög sameinist í framtíðinni og verði þannig öflugri.