Listen

Description

Endalínan er mætt og heldur áfram með 1á1 seríuna. Næsti gestur okkar er Brenton Birmingham ! 

Brenton ætti að vera öllum körfuboltaáhugamönnum hér á landi vel kunnugur enda spilaði hann í deildinni í 12 ár frá 1998-2010. Jón Arnór Stefánsson sagði í viðtali í vikunni að Brenton væri að hans mati besti Bandaríkjamaðurinn sem hefði spilað í deildinni hérna heima. Fullmannaðir í WhiteFox stofunnni förum við yfir ferilinn með Brenton , frá upphafsárunum í New York og hvernig ferðalagið hans endaði á Íslandi. Hann er klárlega leikmaður sem hefði getað farið á stærri vettvang í Evrópu en meiðsli settu strik í reikninginn.  Hann hefur verið valinn besti leikmaður deildarinnar 3x , 2x sem Íslendingur og einu sinni sem kani en þessi ótrúlegi leikmaður lék alls 7 sinnum í lokaúrslitum af 11 tímabilum hans í deildinni hérna heima. Kæru hlustendur , Brenton Birmingham  , gjörið þið svo vel !

#Endalinan #BudLight #WhiteFox