Kæru hlustendur , það var heldur betur fjör í WhiteFoxStofunni þegar Hermann Helgason mætti á Endalínuna og tók þátt í að kryfja fjármála umhverfið í íslenska körfuboltanum. Hemmi Helga eins og hann er yfirleitt kallaður er einn eiganda S4S ( m.a. AIR búðirnar, Steinar Waage , Ellingsen & skor.is ) og þekkir því umhverfi fyrirtækjaeigenda og styrktaraðila en jafnframt er hann með mikla reynslu úr stjórnarstörfum hjá körfuboltanum og fótboltanum í Keflavík. Endalínan fór í rannsóknarvinnu og fengum við formenn flestra liða í Dominos deildinni til þess að svara spurningum um reksturinn , hvernig gengur að fjármagna , hvernig er umhverfið núna og hvað kostar það að halda úti alvöru liði í Dominos deildinni. Við ræðum fjármálin og skoðum þetta frá nokkrum sjónarhornum ásamt því að skoða hvar körfuboltinn stendur í samanburði við aðrar íþróttir hér á landi þegar kemur að aðstöðu og aðbúnaði leikmanna en leikmenn tala oft um að það séu einmitt litlu hlutirnir í kringum umgjörð félaganna sem skipta mestu máli. Allt þetta og meira til eins og vanalega í boði Kalda Bruggsmiðju - WhiteFox - Cintamani.
#MoneyTalks #Endalinan #Kaldi #WhiteFox #Cintamani #PodcastStodin