Listen

Description

Ingvar Ómarsson er þrátíu og sexfaldur íslandsmeistari í hjólreiðum og hefur verið að borða malbik og möl í öll mál í að verða 19 ár. Á þeim tíma hefur hann stoppað víða við í þjálfun bæði hjá börnum og fullorðnum. Í þessum þætti förum við yfir stöðuna á æfingalandslagi hjólreiðaheimsins; hvað gengur vel og hvað mætti betur fara. Eins heyrði ég aðeins í honum símleiðis útaf spurningu sem var borin upp í síðasta þætti.