Listen

Description

Í þessum þætti förum við yfir samgönguhjólreiðar og ræðum við Jökul Sólberg Auðunsson og Brynhildi Bolladóttur sem eru bæði virkir samgönguhjólarar. Jökull hefur lengi skrifað um samgöngur og skipulag í fréttabréfinu Reykjavík Mobility og haldið úti síðunni örflæði.is þar sem hægt er bera saman rafhjól sem seld eru á Íslandi. Brynhildur varð nýlega virk í umræðunni um hjól þar sem hún hélt erindið „Bara venjuleg gella á hjóli“ á viðburðinum Léttum á umferðinni sem var á vegum Reykjavíkurborgar og fjallaði um samgöngumál í borginni. Þau fara bæði yfir sína vegferð og sömuleiðis stærra samhengið, hjólamenningu og innviði.

Hjólavarpið er í boði Örnu.