Listen

Description

Þátturinn fjallar um Reiðhjólabændur sem eru félagasamtök hjólreiðafólks og hafa verið virk í umræðu um hjólreiðaöryggi ásamt því að koma að ýmsum átaksverkefnum, fræðslu og innanbæjarsamhjóli. Í þættinum er rætt við Birgi Birgison sem er ein aðalsprautan í samtökunum um þessar mundir.  Félagið var stofnað fyrir um 15 árum síðan og hefur vaxið og breyst umtalsvert á þeim tíma.

Í þættinum ræðum við um samgöngumál á Íslandi, breytingar sem hafa orðið og þau mál sem þarf að bregðast við svo að hjól verði útbreiddari.

Hjólavarpið er í boði Örnu