Ragnhildur Þórðardóttir aka Ragga Nagli er sálfræðingur að mennt, nældi sér í bákkalársgráðu í Háskóla íslands, húrraði einni mastersgráðu í heilsusálfræði á bakið og hennti svo í eitt stykki embættispróf í sálfræði í lokin. Hún rekur sína eigin sálfræðistofu í DK og er með marga viðskiptavini víða um heim í gegnum fjarfundarbúnað. Hún býr í Denmark med manninn sinn som heder Snorri. Fyrir utan allt þetta þá er hún mjög virk á samfélagsmiðlum, þar sem hún segir ótrúlega margt rosalega sniðugt um hluti sem tengjast hreyfingu og heilsu. Svo þegar einhver hefði sagt þetta er komið gott henti okkar kona í eitt rusalegsta hljóðvarp fyrr og síðar Heilsuvarpið sem er án efa með betri hlaðvörpum og eflaust það besta sem snýr að heilsu. Hún fær til sín ótrúlega áhugaverða viðmælendur og rekur úr þeim garnirnar. Ragga er mögnuð og ein af fáum einstaklingum sem ég hef kynnst sem dansar svona vel á milli þess að vera auðmjúk og beinskeitt. Hlustar og tekur tillit en þorir alveg að segja sína skoðun án þess að það sé verið að skreyta það eitthvað.
Í þessum þætti förum við Ragga um víðan völl en mest erum við samt að ræða þessa áskorun sem það er að komast af stað í hreyfingu, hvernig maður setur sér markmið og hvað maður getur gert til að auka líkurnar á því að þetta takist. Færist frá þetta að vera þetta sífelda strögl og vesen og verði að vana. Það eru fá sem geta leiðbeint af jafn mikilli þekkingu og Naglinn. Það var ótrúlega gaman að fá Röggu í spjall og ég vona að þið hafið jafn gaman af þessu og ég.