Listen

Description

Pétur Ben er tónlistarmaður og kvikmyndatónskáld og hefur samið tónlist fyrir bæði bíómyndir og sjónvarpsseríur. Pétur kíkti til Hafsteins og spjallaði við hann um kvikmyndatónlist og kvikmyndabransann.

 

Í þættinum ræða þeir líka hversu frábær Stanley Kubrick var sem leikstjóri, hversu vel tónlist passar inn í kvikmyndirnar hans Tarantino, hvernig tónlistin í Star Wars er að einhverju leyti gamaldags og margt, margt fleira.

 

Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus og Doritos frá Ölgerðinni.