Kevin Smith aðdáandinn Tryggvi Hrannar Jónsson kíkti til Hafsteins til að ræða þennan skemmtilega leikstjóra.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hver er besta myndin hans, hversu mikil mótmæli komu í kjölfarið á Dogma, skiptið þegar Tryggvi hitti Kevin Smith, hvort að Kevin Smith hafi eyðilagt He-Man, hvernig hann breyttist eftir hjartaáfallið og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus, Subway og Sambíóanna.