Marvel nördinn og Landvörðurinn Dagur Lárusson kíkti til Hafsteins ásamt kvikmyndagerðarmanninum Arnari Frey Tómassyni til að ræða hina vinsælu mynd, Spider-Man: No Way Home.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu geggjuð myndin er, hversu frábær Willem Dafoe er í myndinni, hvort að nostalgía sé ódýr leið til að toga í hjartastrengina og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.