Villi Neto er grínisti, leikari og mikill kvikmyndaáhugamaður.
Hann kíkti til Hafsteins til að ræða ýmislegt en í þættinum ræða þeir meðal annars hversu mikið Villi elskar Charlie Kaufman, hversu gaman hann hefur af Marvel myndunum, af hverju Hollywood virðist framleiða færri grínmyndir í dag, hvernig sumir virðast vera góðir í öllu, hversu frábær Eternal Sunshine of the Spotless Mind er og margt fleira.
Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.