Ægir Líndal er rakari og mikill kvikmyndaáhugamaður. Hann kíkti til Hafsteins til að ræða sínar topp 10 bíómyndir.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu mikið Ægir þolir ekki hryllingsmyndir, hversu mikið hann elskar Christopher Nolan, hversu hrottafengin Prisoners er, hvernig Ægir missti af Dune í bíó, The Greatest Showman og Hugh Jackman og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.