Heilsumarkþjálfinn og áhrifavaldurinn Hera Gísladóttir hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og hún kíkti til Hafsteins með sinn topp 10 lista.
Í þættinum ræða þau meðal annars hvernig bíómyndir á alls ekki að horfa á í flugvél, hversu mikið Hera elskar stríðsmyndir, ást hennar á Chris Hemsworth, skiptið þegar Hera hitti Bradley Cooper, hvort það sé í lagi að koma með 70 myndir fyrir topp 10 þátt og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.