Tónlistarmaðurinn Kiddi og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða einn merkilegasta kvikmyndaþríleik allra tíma, The Godfather.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvort fyrsta myndin sé betri en seinni, hvort þriðja myndin sé vanmetin eða algjört drasl, hvernig Kay gat verið í sambandi með Michael, baksögu Luca Brasi og Al Neri, hversu magnaður Marlon Brando er í fyrstu myndinni og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus, Subway og Sambíóanna.