Kvikmyndaáhugamaðurinn Ásgeir Kolbeins er mikill John Wick aðdáandi og hann kíkti til Hafsteins til að ræða nýjustu John Wick myndina sem er nýkomin í bíó.
Strákarnir ræða meðal annars hvort þessi mynd sé besta John Wick myndin, hversu sturlað topp skot atriðið er, hvað er uppáhalds atriðið hans Hafsteins í myndinni, hvort Reeves og Stahelski eigi eftir að gera númer 5 og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.