Listen

Description

Hryllingsmyndaaðdáendurnir Pétur Ragnhildarson og Jökull Jónsson eru fastagestir Bíóblaðurs en strákarnir eru vanir að mæta í þáttinn og ræða einhverja hryllingsmyndaseríu.

Hafsteinn ákvað að breyta til í þetta skiptið og láta strákana keppa í spurningakeppni!

Pétur og Jökull þurfa að svara ýmsum spurningum sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast hryllingsmyndum. Spurningaliðirnir eru meðal annars atriði úr myndum, scream queens, alls konar plaköt og almennar spurningar.

00:00 - Intro

00:15 - Pétur og Jökull hittust fyrir utan podcastið

10:17 - Atriði

22:00 - Plakatleikur

28:23 - Almennar spurningar

36:39 - Scream queens

46:54 - Rétt eða rangt

56:01 - Flokkar (Draugagangur, Beittar tennur, Blóðug slóð, Óþekk börn)

1:13:16 - Sigurvegari krýndur

1:17:29 - Hrekkjavöku meðmæli