Gunnar Björnsson og Arnór Ívarsson eru með sitt eigið hlaðvarp sem kallast Tölvuleikjaspjallið og Hafsteini fannst upplagt að fá þá í smá crossover þátt. Strákarnir eru nefnilega miklir kvikmyndaáhugamenn og Hafsteinn bjó til fyrir þá tölvuleikja/bíómynda áskorun.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hver gæti unnið John Wick í skotbardaga, hversu leiðinlegt það er þegar persóna manns talar ekki í tölvuleikjum, hvernig LOTR myndirnar eldast, hversu léleg Super Mario Bros myndin er og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus.