Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum og hefur verið í bransanum í rúm tuttugu ár. Ferilskrá Ragnars inniheldur meðal annars kvikmyndirnar Málmhaus og Gullregn og einnig sjónvarpsseríurnar Fanga og Næturvaktina.
Í þættinum ræðir Ragnar sín verk, muninn á Tenet og Back to the Future, hversu mikið hann elskar leikstjórann Lynne Ramsay, mikilvægi þess að búa til góða fjölskyldu í kringum kvikmyndagerð, hversu vanmetnir handritshöfundar eru og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus og Doritos frá Ölgerðinni.