Leikkonan og handritshöfundurinn, María Thelma Smáradóttir, kíkti aftur til Hafsteins og í þetta skipti ræddu þau myndirnar Pieces of a Woman og Promising Young Woman.
Í þættinum ræða þau hversu flott myndmálið er í Pieces of a Woman, hvernig Ellen Burstyn virðist ekki eldast, hvernig leikstjórinn nálgast hefnd í Promising Young Woman og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus og Doritos frá Ölgerðinni.