Listen

Description

Rapparinn Andri Már, einnig þekktur sem Herra Keflavík, gaf nýlega út lag sem kallast Hækka þetta og hann stefnir á að gefa út breiðskífu sem allra fyrst. Hafsteinn var spenntur að fá hann í heimsókn og ræða ýmislegt við hann.

 

Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu svalur 50 cent er, hæfileika Andra í hnefaleikum, hversu fyndin og skemmtileg myndin How High er og margt, margt fleira.

 

Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus og Doritos frá Ölgerðinni.