Danny Boyle og Alex Garland snúa bökum aftur saman eftir langa fjarveru og presentera glænýja orkusprautu fyrir ‘28 X Later’-seríuna. Um er að ræða sjálfstætt(ish) framhald(ish) sem er í senn fyrsta myndin í tilvonandi þríleik. Hefjast þá deilur um það hvernig til tekst með þetta óvenjulega sumarbíó, og hvort megi eða eigi raunverulega að kalla þetta 'zombie-myndir'.
Kjartan, Tommi og Atli Freyr horfðu nýlega á hinar tvær og renna yfir feril Boyles, Garlands og almennt háu hæðir og umdeildu lægðir myndabálksins. Þá er í þaula rætt hvort 28 Years Later eigi nokkurn séns í upprunalegu myndina.
Efnisyfirlit:
00:00 - “Að búa til nýtt Barbenheimer”
07:12 - Danny Boy(le)!
14:51 - 28 Days Later...
36:21 - 28 Weeks Later...
48:28 - (Hvar er ‘Months??’)
51:01 - 28 Years Later... án spilla
01:01:26 - Spoilerar héðan í frá!...
01:13:50 - Doktorinn
01:17:51 - Bókendar