Minecraft-bíómyndin hefur allsvakalega mætt og sigrað heiminn með látum. Þar með virðist svo vera að Steve og félagar í þessum stórvinsæla (og kexruglaða) kubbaheimi séu komnir til að vera.
Atli Freyr er mættur með Kjartani og Tomma til að viðra vinsældir myndarinnar og kryfja hvort sé óhætt að kalla þetta gott ‘content’ eða miskunnarlaust peningaplokk.
Eðlilega er heldur ómögulega hjá því komist að kafa aðeins út í öskrin og uslana í bíósölum víða um veröld, þar sem bíógestir hafa gengið berserksgang með heitum en umdeildum trendum.
Mænum þetta sjitt…
Efnisyfirlit:
00:00 - Öskur í sal
09:50 - Handa hverjum?
13:40 - Jennifer Coolidge á þörfinni
17:27 - Jared Hess-isminn
22:00 - Billy og páskaeggin
27:44 - Warcraft viðlíking
32:01 - 30 handritshöfundar
43:08 - “Chicken Jockey”
45:05 - Gott ‘content’?
50:11 - Flogið í 69
53:13 - Miðað við Snow White
57:17 - Samantekt